Um okkur

Draumsýn er ahliða útgáfufyrirtæki stofnað í nóvember 2011. Stofnendur eru Karitas K. Ólafsdóttir og Örn Þ. Þorvarðarson. Draumsýn leggur áherslu á kynningu og útgáfu skandinavískra bóka og rithöfunda á Íslandi. Auk þess gefur Draumsýn út bækur erlendra rithöfunda utan Norðurlanda sem vakið hafa athygli jafnt lesanda sem gagnrýnenda og við viljum leyfa íslenskum lesendum að njóta með okkur. Einnig gefur Draumsýn út bækur íslenskra rithöfunda.

Draumsýn leggur áherslu á faglega og góða kynningu á bókum og höfundum sínum, meðal annars með því að standa fyrir heimsóknum erlendra rithöfunda okkar til Íslands auk annarrar faglegrar kynningar á rithöfundunum. Draumsýn mun ekki síður leggja sitt af mörkun til að kynna íslenska rithöfunda erlendis.

Draumsýn mun ásamt norrænum samstarfsaðilum sínum kynna og hafa milligöngu um sölu norrænna bókmennta á frummáli sínu hér á landi og stuðla þannig að auknum áhuga og bættri þekkingu íslendinga á öðrum norðurlandamálum og samstarfi milli Íslands og annarra Norðurlanda á sviði bókmennta.

Draumsýn og Norræna félagið á Íslandi, ásamt bókasafni Norræna hússins, eiga með sér samstarf um kynningu á norrænum bókmenntun fyrir íslenskum lesendum.

Gildi Draumsýnar eru: Fagurfræði - Gæði - Þekking

_