Endimörk náðarinnar

Verð:
ISK 2.999

Árið 1528 hefur fransiskumunkur stutta viðdvöl í Bergen áður en hann heldur för sinni áfram til norðurs. Þegar hann yfirgefur bæinn tekur hann með sér hnífa og óunnið skinn.

Nærri því fimm hundruð árum síðar finnst lík, sem búið er að flá, á safni í Richmond, Virginíu, annað lík finnst síðan í bókahvelfingu í Þrándheimi. Í báðum tilvikum virðist mega finna tengingu við Jóhannesarbók, sem er gömul bók skrifuð á skinn.

Þessi fyrsta skáldsaga um bandaríska rannsóknarlögreglumanninn Felicia Stone og norska lögreglumanninn Odd Singsaker fjallar um krufningar, gamlar bækur, hrottaleg morð og sár, sem þurfa sinn tíma til að gróa.

„... þetta er bók sem er ómögulegt að leggja frá sér. Það ættu allir að flýta sér að kaupa þessa bók.“

Vilde Lockert, Kulturspeilet

„Frumraun sem lofar góðu.“

Pål Gerhard Olsen, Aftenposten

„Endimörk náðarinnar er svo vel skrifuð að með ólíkindum er að þetta sé frumraun höfundar. Reynslumikill rithöfundur væri stoltur hefði hann skrifað bók eins og þessa.“

Bogrummet.dk