Hálfguðirnir

Verð:
ISK 2.900

Fyrsta bókin í þríleik fyrir börn og unglinga um ævintýri þríburanna Dínu, Baldurs og Theu.

Bókin fékk norsku ARK-barnabókaverðlaunin 2011

„Ég er ekki af þessum heimi,“ sagði pabbi þeirra alvarlegur. „Og það eruð þið ekki heldur.“

Þannig hefst atburðarás sem snýr öllu á hvolf hjá þríburunum Dínu, Baldri og Theu. Brátt er för þeirra heitið til framandi og hættulegs heims. Þar gilda aðrar reglur en þær sem þríburarnir þekkja og þau verða að vera fljót að læra þær. Einhver er á eftir þeim og veit að það er eitthvað alveg sérstakt við þau. Óvæntir, vaxandi hæfileikar þríburanna eru magnaðir og eru kannski eina von þeirra í ógnvænlegri baráttunni fram undan.

Hin frábæru þrjú

„Mari Moen Holsve er betri en margir aðrir rithöfundar. Frásögn hennar er greinileg og töfraveröldin er ekki yfirdrifin af ónauðsynlegum uppátækjum. Þrátt fyrir að frásögnin eigi sér ekki stað í tíma má finna í bókinni margar tilvísanir til nútímans sem er styrkur fyrir unga lesendur.“

Knut Anders L¢ken, Barnebokkritikk.no

„Tiladnen er metnaðarfull veröld með stórbrotinni náttúru, landafræði og goðafræði.

Hin hefðbundna valdabarátta er til staðar og lýsing á átökum er mjög góð.“

Maria L. Kleve, Dagbladet