Lukkunnar pamfíll

Verð: (Select Below)

Lukkunnar pamfíll kom fyrst út í Noregi í september 2011 og hefur fengið frábærar viðtökur jafnt lesenda sem bókmenntagagnrýnanda. Í bókinni er að finna tuttugu örsögur. Lukkunnar pamfíll er fimmta bók Ari Behn en sú fyrsta „Trist som faen“ kom út árið 1999.  Vorið 2011 leikstýrði hann sínu fyrsta leikriti „Treningstimen“ við leikhúsið í Rogalandi. Ari Behn vinnur nú að því að skrifa einleik sem ráðgert er að setja á svið síðla árs 2012. Einnig hefur Ari Behn komið að framleiðslu sjónvarpsþátta.

Dæmi um bókardóma:

„Ari Behn rithöfundur er kominn aftur og er upp á sitt besta. Næmi, skynjun og sársauki einkennir allar tuttugu örsögurnar. „

„Með sterkum stílbrigðum og blátt áfram máli dregur hann fram hluta raunveruleikans. Þessa skelfilegu veruleika. Þennan skrítna veruleika.“  Afbragð!

Tom Egeland, VG  Sex stjörnur.

Fordæmalaust bókmenntaverk um tvíræða hæfni mannanna til að öðlast hamingju. Nú á tímum stórra skáldsagna í mörgum bindum er eiginlega frelsi fólgið í að lesa svona knappan stíl, en samt svo skýran eins og raun ber vitni með „Lukkunnar pamfíl“ Nú verðskuldar Ari Behn bestu umsögn um þessa bók.

Cathrine Kröger, Dagbladet.

„Það er ekki einni setningu ofaukið í þessarri tæplega 100 síðna bók. Þetta eru velskrifaðar bókmenntir sem eiga það skilið að vera lesnar af mörgum“

Kristian Wikborg Wiese, Universitas

Þessar stuttu sögur eru eins og litlir slípaðir demantar. Þær innihalda miklu meira en hinn stutta texta.  Ég get ekki annað en mælt með þessum sögum frá mínum dýpstu hjartans rótum!“

Kjell Moe, Kulturspeilet