Svartþröstur

Verð:
ISK 2.999

Það er orðið talsvert langt síðan að Hafliði Vilhelmsson hefur sent frá sér skáldsögu.

Nú kemur Svartþröstur, sem kalla mætti rómantíska ástarsögu þótt allar skilgreiningar séu óþarfar. Áður hefur Hafliði sent frá sér bækur eins og til dæmis „ Leið 12 – Hlemmur –Fell,“ „Beyg,“ „Gleymdu aldrei að ég elska þig,“ svo einhverjar séu nefndar.

Það er von höfundar að lesendur hafi jafn gaman af að lesa bókina og höfundur hafði af því að skrifa hana.

Is That All There is? Nei, það er líf eftir fimmtugt.

Þegar maður er orðinn hálfsextugur eins og hann Rúnar Rúnarsson í Kjöt og Káli, er ólíklegt að lífið taki stakkaskiptum úr því. Allt er eftir beinu brautinni, börnin flogin úr hreiðrinu, eiginkonan hætt að vilja sofa hjá og helsta tilbreytingin er sú að fara vikulega í Bónus og fylla körfuna. Og svo er ein og ein jarðarför til að lífga upp á hversdaginn.

Svartþröstur er launkímin saga um það að ekki séu öll kurl komin til grafar þótt halli undan fæti á lífsveginum. Angurvær og ljúfsár í senn og þarf að lesast af umhyggju til þess að njóta hennar til fulls.

Þetta er ástarsaga eins og þær eru bestar – endar vel.