Svörtulönd

Verð:
ISK 2.690

Draumsýn kynnir breska verðlaunarithöfundinn Belindu Bauer

Belinda Bauer fékk Gullrýtinginn 2010 fyrir Svörtulönd og er það í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem frumraun höfundar hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.

Viðskiptavinir finnskra bókasafna völdu „Svörtulönd“  bók ársins 2011

Belinda Bauer hefur nú verið tilefnd til glæpasagnaverðlaunanna „Bókasafnsrýtingurinn”

Þýðandi: Anna Margrét Björnsdóttir


Svört perla

Metsölubók og frumraun Belinda Bauer er frumleg og átakanlega saga, svört eins og titillinn gefur til kynna (...) bók sem þú verður að lesa!"

Knut Faldbakken, VG


Svörtulönd er fyrsta glæpasaga hennar og hún er fyrsti rithöfundur í fjörutíu ár sem fengið hefur hin virtu bresku glæpasagnaverðlaun ”Gullrýtinginn” fyrir frumraun sína. Það er ekki annað hægt en að klappa fyrir bókinni. Svörtulönd er bók sem þú getur ekki lagt frá þér

Helge Kjøniksen, Moss Avis


Frábær fyrsta skáldsaga með frumlegri fléttu og sannfærandi hrollvekjandi umhverfi…

Belinda Bauer hleður upp spennu af mikilli list og af öryggi sem sjaldan sést í fyrstu bók höfundar.„"

The Times


Lýsing Bauer á geðsjúklingnum setur að mér hroll. Hún fangar lesandann algjörlega... Fyrsta skáldsaga Bauer sýnir sérstaklega öflugt hugmyndaflug og færni til að skapa ótta og innlifun lesandans, sem er grundvallaratriði í glæpasögum

Jane Jakeman, Independent


Svörtulönd er lítil svört perla um vináttu drengs og væntingar. Þér er haldið mjög vel við efnið allan tímann. Oft með gæsahúð og hárin rísa á hnakkanum

Fjórar stjörnur, Politiken


Mannleg grimmd og örvænting er raunveruleg og fingurinn sem fletti síðunum vann í akkorði...

Weekendavisen


Kæri herra Avery

Ég er að leita að WP. Getur þú hjálpað mér?

Af einlægni,

SL, 111 Barnstable Road, Shipcott,

Somerset.

Hann sannfærði sjálfan sig um að ekki væri hægt að ætlast til þess að honum tækjust hlutir eins og að skrifa bréf til raðmorðingja í fyrstu tilraun, enda væri hann bara tólf ára.

Hinn tólf ára gamli Steven Lamb grefur holur á Exmoor heiði í von um að finna lík.

Á hverjum degi eftir skóla og um helgar, á meðan skólafélagar hans skiptast á fótboltamyndum, grefur Steven holur til að freista þess að leggja til hinstu hvílu frændann sem hann kynntist aldrei, frændann sem hvarf þegar hann var ellefu ára og talið er að hafi verið fórnarlamb hins alræmda raðmorðingja Arnold Avery.