Vetrarlokun

Verð:
ISK 2.690

 „Að skrifa raunverulega lögregluglæpasögu byggða á samtímanum er æfing sem krefst stöðugt meiri sérfræðiþekkingar í afbrotafræði. Það er því eðlilegt að yfirlögregluþjónninn J¢rn Lier Horst skipi sér í röð fremstu glæpasagnahöfunda Noregs með þessari glæpasögu

Hans Olav Lahlum

 

Haustþokan liggur þétt yfir ströndinni og sumarbústaðirnir eru með hlera fyrir gluggunum sem snúa að blýgráum sjónum. Ove Bakkerud ætlar að njóta síðustu helgarinnar í sumarhúsinu áður en hann lokar því fyrir veturinn. En hann kemur að sumarbústað þar sem allt er á rúi og stúi, innbrotsþjófar hafa látið greipar sópa. Í næsta sumarbústað hefur manni verið misþyrmt þannig að bani hlaust af.

Yfirlögregluþjóninn William Wisting hefur áður séð hrottafengin morð. En sú örvænting sem hann verður vitni af á Stavern þetta haust er ný fyrir honum. Það er eins og einhver hafi allt að vinna og mjög litlu að tapa. Það er því gegn vilja hans að Line dóttir hans fer til dvalar í sumarbústaðnum við sjávarsíðuna. Áhyggjurnar minnka ekki þegar fleiri illa útleikin lík finnast í yfirgefnum skerjagarðinum. Og af himnum ofan falla dauðir fuglar.

 

Klassísk lögregluglæpasaga frá höfundi sem kann sitt fag... Ég mæli með því að öllum sem finnst gaman af glæpasögum gefi sér tíma fyrir bækur J¢rn Lier Horst. Gott að byrja með því að lesa Vetrarlokun.“

THORBJÖRN EKELUND, DAGBLADET

 

Fyrsta flokks glæpasaga.

SINDRE HOVDENANN, VG


Þetta er heilt yfir litið góð glæpasaga.

FINN STENSTAD, TÖNSBERGS BLAD

 

JÖRN LIER HORST (f. 1970 í Bamble) starfar sem yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarlögreglu Vestfoldumdæmis. Hann skrifaði sína fystu bók 2004 og hefur gefið út sex glæpasögur þar sem lögreglumaðurinn William Wisting er í aðalhlutverki. Síðasta glæpasaga hans, Bunnfall, var tilefnd til Rivertonverðlaunanna. Vetrarlokun var tilnefnd til Rivertonverðlaunanna 2011. Norskir bóksalar völdu Vetrarlokun bók ársins 2011.