Ísland okkar persónulega sýn. Bindi I

Verð:
ISK 7.200

ÍSLAND OKKAR PERSÓNULEGA SÝN

I bindi Ljósmyndir Paula Chamlee

II bindi Ljósmyndir Michael A. Smith

ÁRIN 2004, 2006 OG 2010 HLÓÐU LJÓSMYNDARARNIR MICHAEL A. SMITH OG PAULA CHAMLEE myndavélum sínu og filmum – nokkur hundruð kílóum – í gamla Land Roverinn sinn og sendu hann til Íslands, þar sem þau ferðuðust um allt land og ljósmynduðu. Þrátt fyrir að þau tækju ljósmyndir á mörgum vinsælum stöðum, eins og Jökulsárlóni, tóku þau margar myndir utan alfaraleiðar. Ljósmyndir þeirra sem birtast í þessum bókum sýna þeirra persónulegu sýn á hina sérstöku eyju Ísland.

Í þessu tveggja binda setti eru eftirprentanir af 8x10 tommu (ásamt einni 4x5 tommu) myndum Paulu í bindi I og í bindi II eru eftirprentanir af 8x20 tommu myndum og 8x10 tommu litmyndum Michaels. Formála hins þjóðþekkta Ómars Þ. Ragnarssonar má finna í báðum bindum sem og grein Jens Erdman Rasmussens, fyrrverandi forstöðumanns Konunglega danska ljósmyndasafnsins, „Þetta er ekki landslag.“ Michael og Paula hafa skrifað formála hver í sína bók. Í bindi I er einnig að finna DVD með videoupptöku sem Paula nefnir „Elements.“

Ómar Þ. Ragnarsson segir í formála sínum: „Þetta eru ekki venjulegar ljósmyndir frá Íslandi sem við sjáum í tímaritum og á dagatölum... myndir þeirra virðast vera tímalausar... alltaf er hægt að uppgötva eitthvað nýtt í hvert skipti sem við horfum á þær. (Það) er alveg sérstök orka á Íslandi, og þá orku nýta Chamlee og Smith við sína sköpun. Það sem sést úr fjarlægð og það sem myndað er í mikilli nálægð sést að er frá Íslandi, það liggur alveg ljóst fyrir, en það er líka annað miklu meira, það er taktur lífsins og náttúrunnar alls staðar.“

Jens Rasmussen skrifar í grein sinni: „Ljósmyndir Michael og Paulu þvinga áhorfandann til að horfa á myndirnar frá nýju sjónarhorni... Þannig að það sem þú sérð í þessum myndum, er ekki lanbdslag. Eða kannski það sé landslag séð, heyrt og túlkað af Michael A. Smith og Paulu Chamlee. Núna er það undir þér komið að ákveða að horfa á þau og hlusta. Veljir þú að horfa á myndir þeirra aðeins sem landslag, sem sýnishorn af heiminum, þá get ég ekki láð þér það. Hvern vildi ekki standa þar sem þessir tveir ljósmyndarar hafa verið og sjá það sem þeir hafa séð?“ „Þú munt sannarlega upplifa heiminn á nýjan og ríkulegri hátt.“

Bindin eru fáanleg bæði í setti og stök.

Bindi I: 83 eftirprentanir, stærð bókar 23 cm x 28 cm. 144 bls.

Bindi II: 79 eftirprentanir, stærð bókar 23 cm x 43 cm. 108 bls.

Ljósmyndir MICHAEL A. SMITH hafa verið sýndar víða bæði á einkasýningum og samsýningum og myndir eftir hann má finna á meira en hundrað söfnun. Þar á meðal eru Metropolitian Museum of Art og Museum of Modern Art, New York, Victoria og Albert Museum, London, Stedelijk Museum, Amstedam og National Museum of Modern Art, Kyoto. Hann býr með eiginkonu sinni ljósmyndaranum Paula Chamlee í dreifbýli Bucks County í Pennsilvaníu.

PAULA CHAMLEE, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og listmálari hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga. Ljósmyndir hennar hafa verið sýndar víða bæði á einkasýningum og samsýningum og myndir eftir hana er að finna á meira en þrjátíu söfnum. Þar á meðal eru Philadelphia Museum of Art, Museum og Contemporty Art, San Diego, Museum of Fine Arts, Houston, Cleveland Museum of Art, auk þess sem fjölmargir einkaaðilar safna myndum hennar í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Hún býr með eiginmanni sinni ljósmyndaranum Michael A. Smith í dreifbýli Bucks County í Pennsilvaníu.