Kanínan sem vill fara að sofa

Verð:
ISK 2.900

Þetta er óvenjuleg saga til að lesa fyrir svefninn sem byggir á sálfræðilegri tækni. Henni er ætlað að auðvelda börnum að sofna fyrr og að sofa betur á hverri nóttu. Sögunni fylgir slökun og leiðir til að innst inni vill barnið sofna. Kanínan sem vill fara að sofa hentar vel þegar börn eiga að sofna í leikskóla og heima.


Í þessari sögu fylgir þú Kalla Kanínu eftir. Hann er þreyttur en getur ekki sofnað. Þess vegna fara Kalli Kanína og Kanínumamma til Trölla Frænda galdramanns til að fá hjálp. Á leiðinni hitta þau Syfjaða Snigilinn og úrræðagóðu Frú Uglu sem gefa þeim góð ráð. Enda þótt honum þyki hann vera þreyttari, halda þau áfram. Trölli Frændi stráir yfir þau dularfullt svefnduft. Kalli Kanína verður ennþá þreyttari og kemst tæplega heim áður en hann sofnar í rúminu sínu.

Notið söguna Kanínan sem vill fara að sofa þegar spennandi hlutir eru að gerast, eða þegar það er tímabundið erfitt fyrir barnið þitt að sofna – Mikael Odhage, sálfræðingur

Hefur þú einhvern tímann átt í vandræðum með að fá barnið þitt til að sofna og óskað þess að þú gætir beitt töfrum til þess? Frábær bók Carl – Johan´s kemur börnum þínum fljótt í draumaheiminn. – Matt Hudson, höfundur og atferlisfræðingur

Besti hluti bókarinnar er að þú þarft ekki að minna börnin á að þau þurfi að leggjast niður og reyna að sofna, því það kemur fram í bókinni og ég þarf aðeins að lesa söguna fyrir þau. Kanínan sem vill fara að sofa er líka mjög skemmtileg og þjónar vel tilgangi sínum. – Veronica Rydén, leikskólakennari

Vinur okkar mælti með þessari fallegu myndskreyttu og hugljúfu bók og það kom fljótt í ljós að hún gerði mikið gagn og hjálpaði börnum okkar að sofna. – Christian Henwood, markaðsstjóri