Klækir

Verð:
ISK 2.690

Blóðdropinn. 2012 Besta íslenska spennusagan

Hrafna Huld, starfsmaður þróunardeildar stoðtækjaframleiðandans Ægis er við hjálparstörf á jarðsprengjusvæðum í Afganistan á vegum fyrirtækis síns og alþjóða Rauða krossins.

Tilviljanir haga því svo að daginn fyrir heimför leggur hún leið sína á bazarinn í borginni Herat. Skyndilega er hún stödd í miðri skotárás á bandaríska öldungadeildarþingmenn sem þar eru einnig á ferð.

Fljótræði og vanhugsuð viðbrögð verða til þess að hún bjargar lífi eins þeirra en þau særast bæði.

Yfirmaður hersjúkrahússins í Herat, þar sem gert er að sárum þeirra, er talíbani. En hann hefur einnig tengsl og áhrif sem hann heldur leyndum.

Á sjúkrahúsinu opinberast honum vitneskja sem fær hann til að leggja grunn að lymskufullri fléttu sem íslenska stúlkan er lykillinn að. Líf hennar getur orðið að vopni í baráttu hryðjuverkasamtaka hans við einn svarnasta óvin þeirra,

. . . þegar réttar aðstæður hafa skapast.

Grunlaus heldur Hrafna áfram starfi sínu við þróun nýrra gervilima handa fórnarlömbum stríða, eftir heimkomuna. Lífið gengur sinn vanagang,

. . . heldur hún.

Tveimur árum eftir tilræðið æxlast mál þannig að senatorinn sem á henni líf sitt að launa er kjörinn forseti Bandaríkjanna,

. . . og fléttan fer í gang.