Sá sem erfir vindinn

Verð:
ISK 2.990

"...ný bók sem hittír í mark í bókaflokki Gunnar Staalesen um Varg Veum."

- Terje Stemland, Aftenposten

Karin Bj¢rge, vinkona Varg Veum, liggur lífshættulega slösuð á sjúkrahúsi og Veum verður að viðurkenna að sökin er hans.

Allt hófst þetta með tiltölulega sakleysislegu máli þar sem tilkynnt var um mannshvarf. Eiginmaður einnar vinkonu Karin hafði horfið sporlaust nokkrum dögum áður en hann átti að taka þátt í fundi á landssvæði þar sem fyrirhugað var að setja upp vindmyllur.

Rannsókn málsins flækir leynilögreglumanninn frá Bergen inn í mál þar sem umhverfishryðjuverk, trúarofstæki, spilling innan fyrirtækja og óupplýst mannshvarf úr fortíðinni koma við sögu, Síðan finnst fyrsta líkið - krossfest og snýr út á haf...

Verðlaunahöfundurinn Gunnar Staalesen er einn þekktasti rithöfundur Noregs. Sá sem erfir vindinn er fyrsta bókin eftir hann sem kemur út á íslensku.

Á RÚV hafa verið sýndar kvikmyndir sem byggja á sögum hans um Varg Veum.