Undarlegar og öðruvísi jólasögur

Verð:
ISK 2.590

Hvað gerir lítil, svöng og ísköld berfætt stelpa sem er að selja eldspýtur í hríðarbyl í Kaupmannahöfn á aðfangadag og gengur fram hjá uppljómuðu húsi þar sem allt er til sem hugurinn girnist? Og hvað gerir frelsarinn þegar litla stúlkan fær vonda hugmynd? Til hvaða ráða grípur litla gula hænan þegar hún finnur fræ og hin dýrin nenna ekki að hjálpa henni að baka. Og hvar kemur frelsarinn inn í það mál? Og fátæku hjónin sem eiga tvö börn, Hans og Grétu, og það eru að koma jól. Læra þau af ævintýrinu um Hans og Grétu? Og hefur frelsarinn lesið ævintýrið? En hin fátæku hjónin sem eiga tvö börn sem heita Jón og Guðrún og hafa ekkert ævintýri að styðjast við! Hvernig fer fyrir þeim?

Í Undarlegum og öðruvísi jólasögum segir frá því þegar frelsarinn reynir að koma vitinu fyrir ýmsa sem eru komnir á fremsta hlunn með að fremja illvirki. Stundum tekst honum ætlunarverk sitt, stundum ekki og stundum þarf hann að gera málamiðlanir.

Eiríkur Brynjólfsson er kennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, rithöfundur og þýðandi. Hann var tilnefndur til Ísnálarinnar fyrir best þýddu glæpasöguna, Sjöunda barnið eftir Erik Valeur.